bemar@bemar.is 511 1128

Bemar greiðslugátt

Greiðslur

Ef notuð eru sýndarkort fyrir þína greiðslu (virtual card) frá söluaðila eins og Booking Expedia Airbnb þá á að vera mögulegt að sleppa þeim og fá greiðslur millifærðar mánaðarlega á þinn bankareikning frá viðkomandi söluaðila (ekki þörf á að sama greiðslan fari í gegnum tvær kortafærslur).

Bemar greiðslugátt getur verið notuð á margan hátt allt eftir hvað hentar þínum rekstri, vinsamlega hafðu samband og við skoðum hvað hentar þér.

Paymill.com – Ísland. Sjálfvirkt ferli fyrir vefsíðubókanir!
Authorize.net
Bitpay.com
Paypal.com – Ísland (EUR). Sjálfvirkt ferli fyrir vefsíðubókanir!
Realex.com
Stripe.com
Custom Instruction – Borgun.is (Vinsamlega pantið þjónustu hjá Borgun sem nefnist Greiðslusíða).

deposit

Vinsamlega hafið samband ef þú hefur áhuga á að bæta greiðslugátt við þitt bókunarkerfi.

21.05.2019

Stripe net greiðslur

Stripe (https://stripe.com) er nú mögulegt að tengja við allar eignir hjá Bemar með full sjálfvirku greiðslukerfi, greiðslugáttin getur bæði klárað greiðslur sjálfvirkt frá vefsíðubókunum og eins td. Booking greiðslur, allt ferlið er sjálfvirkt. Að auki er hægt að vista öll greiðlukort sjálfvirkt hjá Stripe.

Eina vandamálið okkar varðandi Ísland er að Stripe hefur ekki enn opnað fyrir fyrirtæki á Íslandi, samkvæmt okkar samtölum við þeirra fulltrúa hefur þar mikið að segja að þeir sjái sýnilegan áhuga og er það skoðað með fjölda þeirra sem skrá áhuga á vefnum þeirra https://stripe.com/global. Hvetjum við alla til að velja Ísland “Select country” og skrá inn vefpóst “your@email.com”, að lokum er smellt á NOTIFY ME. Sjá https://stripe.com/global